Dímonarmótið 26. janúar 2002.

Við minnum alla blakara á að Dímonarmótið verður á Hvolsvelli næsta laugardag, 26. janúar.

Dímonarmótið 26. janúar 2002.

Við minnum alla blakara á að Dímonarmótið verður á Hvolsvelli næsta laugardag, 26. janúar.  Keppni hefst á laugardagsmorguninn kl. 8 eða 9.  Fer eftir fjölda þátttökuliða.  Þátttökugjald er kr. 7.500 eins og á öðrum mótum í vetur. 

Þátttaka tilkynnist til Halldóru Magnúsdóttur, halldmag@ismennt.is, fyrir 23. janúar.  Dagskrá mótsins verður send í tölvupósti fimmtudaginn 24. janúar til þeirra sem tilkynna þátttöku.

Þátttökuliðum er bent á að sundlaugin er opin svo að keppendur geta farið í heita pottinn og sundlaugina að lokinni keppni.

Með kveðju,
Félagar í blakdeild Dímonar