Kaffi- og veitingahús

Opnunartímar hjá Gísla, Eirík, Helga - kaffihúsi og Norður veitingastað. 
Það er opið hjá Norður föstudags- og laugardagskvöld frá 18:00 - 21:00

Gísli, Eiríkur, Helgi - Kaffihús býður blökurum upp á fiskisúpu/grænmetissúpu, ferskt salat, bjórbrauð + uppáhelt kaffi/te á 1.990 kr meðan á mótinu stendur.
Það verður happy hour á föstudeginum milli 16 og 18 og opið fram eftir kvöldi.
Á laugardagskvöldinu verður síðan opið til kl 03 en það byrjar Halloween partý á miðnætti.

Ef einhverjir vilja njóta lífsins á Dalvík er líka boðið upp á gistingu í Gimli sem tekur um 23 manns í 7 herbergjum (20 ef enginn deilir rúmi), þrjú smáhýsi sem hvert um sig er með hjónarúm og stakt rúm. Gamli bærinn er með stærra húsi sem rúmar 4 í tvíbreiðu rúmi og á dýnum á lofti. Við smáhýsin er heitur pottur og tunnusána til afnota fyrir gesti. Það er best að gestir hafi samband á vegamot@vegamot.net og fái tilboð á gistingu, þetta fer svolítið eftir því hvernig herbergi og hýsi eru nýtt. Smáhýsi kosta t.d. 12.000 á nótty, Gamli bærinn 20.000, herbergi í Gimli fyrir 1 er á 8.000, fyrir 2 á 11.000, fyrir 3 á 14.000, 5 manna kostar 16.000, 6 manna herbergi kostar 18.000. Það er líka hægt að bóka beint á booking.com, hostel.is, airbnb en ódýrast að bóka beint.