Hið árlega Sigló - Benecta mót BF verður á sínum stað helgina 14. og 15. febrúar 2025.
Mótið verður með hefðbundnu sniði þar sem fjöldi blakara kemur saman, spilar þessi yndislegu íþrótta og skemmtir sér í frábærum félagsskap.
Ef aðsóknin á mótið verður svipuð og undanfarin ár þá verður spilað bæði föstudagskvöld og allan laugardaginn í báðum bæjarkjörnunum hér í Fjallabyggð.
Að sjálfsögðu verður blakstemmning í Bátahúsinu á laugardagskvöldinu áður en haldið verður í mat og ball á Rauðku.
Við minnum á facebooksíðu mótsins: Siglómót Blakfélags Fjallabyggðar.
Skráning er hafin og er greiðsla þátttökugjaldsins (15.000.- pr lið) meðal þess sem staðfestir skráninguna (sjá nánar á facebooksíðu mótsins) en gjaldið greiðist inn á: kt 551079-0159 og banki 0348-03-415000. Senda staðfestingu á bf.blak@gmail.com með nafni liðs/félags.
Nýjustu mótsfréttir
Von Skagen 2.deild KK vantar 2 leikmenn
Lokahóf
Miði á mat og ball er kr. 7.900.- og biðjum við liðin að panta miða með tölvupósti á bf.blak@gmail.com fyrir liðið. Biðjum alla um að staðfesta þátttöku fyrir á lokahóf í síðasta lagi fyrir 11.febrúar nk.