Kjörísmótið er síðasti sjens að spila liðið saman fyrir öldung!

Búið að opna fyrir skráningu á Kjörísmót og eins og í fyrra, fyrstur kemur fyrstur fær. Við verðum hjá vinum okkur í Þorlákshöfn og hugsanlega ein deild í fína gamla húsinu okkar í Hveragerði.

Skráningu verður lokað þegar mótið er fullt (takmarkað pláss) eða kl. 22:00 þann 24. apríl. Skráning ekki tekin gild fyrr en mótsgjald er greitt kr. 16.000,- inn á 0314-13-146843, knt. 511194-2299.

Þetta er hraðmót, að sjálfsögðu, upp í 21, má muna einu og ekkert leikhlé, ekkert rövl og engin leiðindi. Engir verðlaunapjeningar, bara ís og blóm. Liðin skaffa umsjón og dómara.

Hlökkum til að sjá ykkur
Kjörísmótsfréttakonan

Nýjustu mótsfréttir