Framhaldsskólamót 2010

Í tengslum við Íþróttavakningu framhaldsskólanna er haldið blakmót framhaldsskólanna. Keppt er í undanriðlum, samtals þremur riðlum. Tveir fimm liða riðlar verða í Digranesi þann 28. febrúar næstkomandi. Einn fjögurra liða riðill verður á Laugum en heimamenn fá að senda gestalið til keppni svo leikirnir verði fleiri. Keppnin á Laugum verður föstudaginn 26. febrúar.

Undanúrslit verða haldin í Smáranum í Kópavogi á Íþróttadaginn sjálfan, 19. mars. Efstu liðin í riðlunum fara í undanúrslit ásamt besta árangri í 2. sæti í suðurriðlunum.

Úrslitaleikir og leikur um þriðja sætið verður einnig þennan sama dag

Mótsreglur
Spilað upp í 25 og má 1 stig skilja liðin að en vinna þarf tvær hrinur til að landa sigri. Ef til oddahrinu kemur er leikið upp í 15 stig og 1 stig má skilja liðin að.

Umsjón með mótunum er í höndum heimamanna á Laugum og HK í Digranesi í Kópavogi.

Nýjustu mótsfréttir