Áramótið 2008

Áramótið 2008 verður haldið að Varmá í Mosfellsbæ að venju.

Mótið er einstaklingsmót og i lok móts verður krýndur Blakkóngur og Blakdrottning ársins.

Reglurnar eru einfaldar. Maður skráir sig með því að senda tölvupóst á gunnastina@gmail.com  fyrir þriðjudaginn 30. des.

Maður mætir að Varmá milli kl 9:00 9:30 á gamlársdag með 1000 kr og fær skorblað.

Allir draga um völl jafnt margir af kk og kvk  í hvoru liði...spilað upp í 15 og stigin skráð á skorblaðið og undirskrift mótspilara fengin.

Spilaðar verða 10 hrinur og alltaf dregið um völl á milli.

Ef fjöldinn passar ekki á velli þá þarf einhver að sitja hjá en þó ekki oftar en einu sinni og fær sá hinn sami 14 stig fyrir það en dregur fyrst/fyrstur fyrir næstu hrinu.

Eftir 10 leiki eru stigin lögð saman og farið verður í útreikningana....sem alltaf eru spennandi en von er á breytingum frá fyrri mótum hvað þá varðar...og smá vökvi innbyrtur um leið.                      

Hér koma þær reglur sem stuðst verður við og geta gefið aukastig eða hægt er að missa stig út á:
1. Hæð:
  Karlmenn: Hærri en 170 cm og minni en 190 cm =  0 aukastig
                  Hærri en 190 cm =mínus 2 stig
                  Minni en 170 cm: =plús 2 aukastig
  Konur:      Hærri en 165 en minni en 175 cm = 0 aukastig               
                  Hærri 175 cm = mínus 2 aukastig
                  Minnni en 165 cm = plús 2 aukastig
2. Aldur:  Jafnt bæði fyrir karla og konur:
                 Yngri en 20 ára = mínus 1 aukastig
                  Milli 20 og 30 ára = 0 stig
                  Eldri en 30 ára = plús 1 aukastig
3. Aukastig vegna fjarlægðar frá keppnisstað:
                  2 aukastig ef þarf að ferðast yfir fjallveg, undir haf,eða
                gegn um fjall og eða með flugvél.
4.   Möguleiki er á því að snapa sér 2 aukastig með skrautlegu   fatavali.
5.  1 aukastig verður gefið þeim sem spila með áramótahatt á Áramótinu.

Hlökkum til að sjá sem flesta á gamlársdag...og endilega ekki gleyma að skrá ykkur eða afskrá ef þið sjáið fram á að þið komist ekki en eruð búin að skrá ykkur...það flýtir fyrir startinu á mótinu....

Fyrir hönd blakdeildar Aftureldingar

Bestu jólaáramótablakkveðjur
Gunna Stína